Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum stendur fyrir ráðstefnu 9. og 10. nóvember í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Á áttunda tug fræðimanna fjalla um rannsóknir sínar í 18 málstofum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vefslóðinni http://www.rikk.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?id=1022985