24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna og árið 1975 útnefndu SÞ það ár sem alþjóðlegt kvennaár undir kjörorðunum: Jafnrétti – Framþróun – Friður. Þessa dags er hinsvegar ávallt minnst í íslenskri kvennahreyfingu sem daginn sem um tugir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu árið 1975 og flykktust í miðbæ Reykjavíkur þar sem útifundur var haldinn. Tilgangurinn var að minna á atvinnuframlag kvenna og vakti þessi viðburður heimsathygli. Þrjátíu árum síðar, 24. október 2005 var leikurinn endurtekinn en þá lögðu konur á Íslandi niður vinnu kl. 14:08 og komu saman í miðborg Reykjavíkur sem fyrr. Vildu konur með því undirstrika að ef miðað væri við laun karla fengju þær borgað fyrir það sem næmi þessu hlutfalli vinnudagsins.

Þessi dagur hefur gjarna verið hafður sem rammi fyrir ýmiss konar viðburði er varða jafnréttismál. Í dag mun Jafnréttisráð veita árleg jafnréttisverðlaun sín. Athöfnin fer fram í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni.