Eftir páska, föstudaginn 17. apríl nk. mun KRFÍ halda súpufund í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Umfjöllunarefnið að þessu sinni verður kyn og umhverfismál. Hafa umhverfisbreytingar mismunandi áhrif á kynin? Haga kynin sér eins í umhverfistilliti? Hvað geta konur gert til þess að vera fyrirmyndir í umhverfismálum?

Fundurinn hefst kl. 12:10 og í boði er súpa og brauð. Allir velkomir. Enginn aðgangseyrir.