Hönnunarsamkeppni v. kvennafrídagsins 2010

Skottur – félag um 24. október og Hönnunarmiðstöð Íslands, standa fyrir keppni um hönnun barmmerkis. Í því felst að hanna barmmerki sem selja má til styrktar baráttunni gegn mansali og kynbundnu ofbeldi en sá málaflokkur verður efstur á baugi á kvennafrídaginn í ár, sem haldinn verður mánudaginn 25. október. Merkið þarf að höfða bæði til kvenna og karla.

Verðlaunafé: 250.000 kr.

Keppnin er öllum opin. Umsóknarfrestur er 14. júní nk. og tilkynnt verður um úrslit á kvenréttindadaginn 19. júní nk.

Allar nánari upplýsingar á www.honnunarmidstod.is

 


Skottur – félag um 24. október eru regnhlífarsamtök kvennafélaga á Íslandi sem hafa það markmið að standa fyrir sameiginlegum viðburðum í þágu jafnréttisbaráttu kvenna 24. október. Fyrsta verkefni samtakanna verður að skipuleggja kvennafrídaginn árið 2010 sem haldið verður upp á í ár, mánudaginn 25. október. Einnig verður alþjóðleg ráðstefna um kynbundið ofbeldi haldinn sunnudaginn 24. október. Frekari upplýsingar um Skotturnar og kvennafrídaginn, alþjóðlegu ráðstefnuna o.fl. er að finna á heimasíðunni www.kvennafri.is