+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Janúarhitt Femínistafélags Íslands

Hið mánaðarlega „hitt“ Femínistafélags Íslands verður haldið í Gallerí Hornið í Hafnarstræti í Reykjavík, þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.00-22.00.

Umræðuefnið að þessu sinni er jafnrétti og sveitastjórnir. Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, vann með starfshópi um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum í vetur og mun hún ræða um aðgerðir stjórnvalda fyrir kosningar í vor. Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við HÍ ræðir um kynjakvóta og Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við HÍ verður með innlegg um persónukjör.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.