+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Lög um bann við nektardansi

Kvenréttindafélag Íslands fagnar lögum þeim sem samþykkt voru á Alþingi í gær, 23. mars, og kveða á um allsherjarbann við nektardansi á Íslandi frá og með 1. júlí nk. Sérstaklega er ánægjulegt til þess að vita að breið pólitísk samstaða hafi verið um frumvarpið sem fulltrúar allra flokka greiddu atkvæði sitt með.

Lögin gefa ekki aðeins skýr skilaboð um það að nektardans tengist kynbundnu ofbeldi og sé þess vegna óásættanlegur á Íslandi heldur eru lögin einnig stórt skref í átt að samfélagi þar sem jafnrétti og virðing ríkir.

Hallveigarstöðum, 24. mars 2010

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.