Listsköpun til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Leyfið fingrunum að tifa í þágu kvenna!

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir mæðrablómið sem selt verður á mæðradaginn. Ágóðinn af sölunni rennur til menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar sem styrkir efnalitlar konur til náms.

Þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi verður opið hús á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, þar sem sjálfboðaliðar búa til blómin. Húsið er opið milli klukkan 12 og 21. Efni, leiðsögn og kaffi verða á staðnum.

maedrastyrksnefndarsjodur3