logreglan_net000002Kvenréttindafélag Íslands býður upp á súpu og spjall í hádeginu mánudaginn 25. nóvember.

Á þessum fundi verður fjallað um nýlega skýrslu sem birt var um stöðu kvenna innan lögreglunnar. Verið velkomin í súpu, brauð og fróðleik milli kl. 12 og 13 á Hallveigarstöðum.

Aðgangur og veitingar eru ókeypis.

Í október síðastliðnum var kynnt skýrsla um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Þar kom m.a. í ljós að konur upplifa kynferðislega áreitni frekar af hálfu samstarfsmanna innan lögreglunnar en karlmenn frekar af utanaðkomandi aðilum, að konur hafi ekki aðgengi að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar óhæfari til lögreglustarfa en karlar. Hægt er að lesa skýrsluna í fullri lengd hér.

Á fundinum mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum og Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir jafnréttisfulltrúi lögreglunnar ræða um vinnumenningu innan lögreglunnar og þá sérstaklega stöðu kvenna. Katrín mun svo ræða hvernig embætti ríkislögreglustjóra ætlar að bregðast við niðurstöðum skýrslunnar.