Konubókstofan safnar bókum eftir íslenskar konur

Konubókastofan, fyrsta bókasafn á Íslandi sem safnar verkum eftir íslenskar konur, heldur upp á eins árs afmæli sitt í ár. Söfnun bóka hefur gengið vel síðan safnið var opnað seinasta sumar, en enn vantar töluvert upp á safnakostinn.

Þeir sem luma á bókum eftir konur í bókaskápum sínum eru hvattir til að gefa safninu þær til varðveislu og sýningar. Hægt er að senda bækur beint á Konubókastofuna, á Eyrarbakka. En einnig er hægt að skilja bækurnar eftir á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands, Hallveigarstöðum v/Túngötu 14, 101 Reykjavík, og við munum sjá um að koma þeim á réttan stað!

Hafið samband við Önnu, forstöðukonu Konubókastofunnar, í tölvupóstfangi konubokastofa [hjá] konubokastofa.is.

Flyer_Konub_A4-page-001