Velkomin á kynningarfund um Nordiskt Forum Malmö 2014

Ráðstefnan Nordiskt Forum í Malmö er skipulögð af norrænu kvennahreyfingunni á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. 12. til 15. júní næstkomandi munu þúsundir gesta safnast saman í Malmö til þess að leggja línurnar fyrir jafnréttisbaráttu framtíðarinnar.

Ráðstefnan verður kynnt á hádegisverðarfundi í Amtbókasafninu Akureyri föstudaginn 28. febrúar og hefst fundurinn kl. 12:15. Verið öll velkomin á kynningarfundinn!

Sérstök upplýsingasíða fyrir Íslendinga hefur verið sett upp um ráðstefnuna, og er veffang hennar: http://nordisktforumisland.wordpress.com/

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

NF á Akureyri-page-001