International Alliance of Women hefur gefið út fréttabréf sitt fyrir febrúar 2015.

Í fréttabréfinu er m.a. hægt að lesa innlegg frá afmælishöldum í Danmörku vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, innlegg frá nefndarstarfi IAW á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, umfjöllun um skýrslu Oxfam um misskiptingu auðs sem kynnt var fyrir ársfundi Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar 2015, og kynningu á yfirlýsingunni sem ætlað er að samþykkja á fyrsta degi CSW, Fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í New York 9. mars næstkomandi og stendur yfir til 20. mars.

IAW mun standa fyrir þremur viðburðum á fundi Kvennanefndarinnar: „Lessons Learnt from Women Presidents and Ministers” 10. mars kl. 16.30pm í CCUN Boss Room, “DEEDS—NO WORDS, Implementing CEDAW and UNSCR 1325″ 11. mars kl. 18.15 á CCUN 10th Floor, og“Why the Future of Economics and Economic Development must be Feminist” 13. mars kl. 10.30 í CCUN Drew Room.

Í fréttabréfinu er einnig hægt að lesa bréf frá Zainab Syed í Pakistan sem fjallar um fjöldamorðin á skólabörnum í Army Public School í Peshawar þann 16. desember 2014.

Lesið fréttabréf IAW fyrir febrúar 2015 hér.