Staða kvenna í Japan, fyrirlestur og súpa í hádeginu 22. maí

Mitsuko_Shino_sendiherra_japans

Mitsuko Shino, the Japanese ambassador to Iceland, will give a lecture on the status of women and feminism in Japan, at Hallveigarstaðir, Túngata 14, on Friday the May 22nd, at 12 p.m.

The lecture will be in English, and Ambassador Shino will answer questions from the audience at the end of her talk.

The Icelandic Women’s Rights Association and the Federation of Icelandic Women’s Societies will offer guests a light luncheon during the talk.

Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi heldur fyrirlestur um stöðu kynjamála í Japan á Hallveigarstöðum við Túngötu 14, föstudaginn 22. maí kl. 12-13.

Mitsuko Shino, fyrsti sendiherra Japans með aðsetur á Íslandi, heldur fyrirlestur í Hallveigarstöðum um stöðu kvenna í Japan, en stjórnvöld þar í landi hafa lagt undanfarin ár lagt mikla áherslu á að vinna að framgangi kvenna í samfélaginu. Fyrirlesturinn fjallar um stöðu kynjamála í Japan frá hinum ýmsu hliðum, svo sem frá sögulegu sjónarhorni og hvað varðar stöðu kynjanna varðandi menntun og vinnumarkað, en einnig fer hún yfir almenn viðhorf í Japan sem og verkefni stjórnvalda um málefni kynjajafnréttis.

Að loknum fyrirlestrinum mun Mitsuko svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Komið og fræðist um jafnréttismál í Japan og njótið ljúffengrar súpu í boði Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands.

Aðgengi fyrir alla.