Konur gegn afturför, í Iðnó 8. mars kl. 17

Kvenréttindafélag Íslands er í hópi fjölda félaga kvenna og launafólks sem stendur á bak við fundinn KONUR GEGN AFTURFÖR sem haldinn er á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars kl. 17 í Iðnó.

Þemað í ár er hinn vaxandi þjóðernisfasismi og bakslag í réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Hvernig getur feminsminn verið andsvar við þessari afturför?

Til máls taka:
Elín Björg Jónsdóttir
Justyna Grosel
Una Torfadóttir

Kolbrún Halldórsdóttir stýrir fundinum