Skáldkonur sem heita Kristín, á Hallveigarstöðum 8. mars kl. 20

Velkomin á skáldakvöld á Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 8. mars kl. 20.

Skáldkonur sem heita Kristín lesa upp úr verkum sínum, bæði útgefnum og óútgefnum.

Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Kristín Steinsdóttir koma fram.

Kaffiborðið er drekkhlaðið, pönnukökur, ástarpungar, jólakökur, flatbrauð með hangikjöti og svo að sjálfsögðu kaffi og te er á boðstólnum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Stólalyfta sem hefur burðargetu fyrir allt að 225 kg er á staðnum.

Að fundinum standa Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Félögin fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Kvennaheimilið Hallveigarstaðir opnaði dyr sínar.