Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 29. maí 2018 kl. 17:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.

Ársskýrslu Kvenréttindafélagsins 2017 er að finna hér.

Dagskrá fundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
  4. Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr
  5. Tillögur um lagabreytingar, ef koma fram
  6. Kosinn formaður, sbr. 5 gr.
  7. Kosin stjórn, sbr. 5. gr.
  8. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
  9. Kosin stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna, sbr. 8. gr
  10. Valdir fulltrúar í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að
  11. Önnur mál
    1. Stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands
    2. Aðild að Landvernd
    3. Aðild að EWL – European Women‘s Lobby

Á árinu er kosið um þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs í stjórn Kvenréttindafélagsins, fimm stjórnarmenn og fimm varamenn í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sem og einn fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Mannréttindaskrifstofu Íslands, einn fulltrúa í Almannaheill og tvo fulltrúa í Mæðrastyrksnefnd.

Á fundinum eru lögð fram til samþykktar drög að nýrri stefnuskrá sem unnin var upp úr stefnumótunarfundi Kvenréttindafélagsins, haldinn á Kynjaþingi 3. mars 2018. Vinsamlegast sendir skriflegar athugasemdir ef einhverjar eru í netfang postur(@)kvenrettindafelag.is.

Drög að nýrri stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands eru að finna hér.

Áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnar Kvenréttindafélags Íslands eða sem fulltrúar félagsins í nefndum og ráðum, hafi samband við félagið í netfang postur(@)kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 22. maí.

Allir skuldlausir félagar hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum. Kröfur fyrir félagsgjöldum 2018–2019 hafa verið stofnaðar í netbanka.

Athugið, hjólastólalyfta er í húsinu sem tekur 225 kg. Látið vita fyrir 22. maí hvort þörf sé á táknmálstúlkun. Kaffiveitingar í boði.