Kvenréttindafélag Íslands eru sérstakir samstarfsaðilar Heimsþings kvenleiðtoga sem haldið var í Hörpu dagana 18. til 20. nóvember.

Heimsþingið er haldið af Women Political Leaders, Global Forum, í sérstöku samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Ákvörðun að halda þetta þing árlega næstu árin er tekin í framhaldi af fjölmennum ársfundi WPL sem haldinn var á Íslandi á síðasta ári og þeim mikla áhuga sem þar kom fram á stöðu Íslands og árangri þegar kemur að jafnrétti kynjanna.

450 konur frá öllum heimshornum sóttu Reykjavík heim þessa dagana og ræddu kynjajafnrétti í atvinnulífinu, stjórnmálum, utanríkismálum og vísindum og tækni.

Tatjana Latinovic sótti ráðstefnuna fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands og tók þátt í málstofu IceFemIn um konur í stjórnmálum á Íslandi.

Hér eru nokkrar ljósmyndir sem teknar voru á þinginu.

Auk WPL Women Political Leaders, Global Forum og íslenskra stjórnvalda eru sérstakir bakhjarlar Heimsþings kvenleiðtoga: Icelandair, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Eimskip, HB Grandi, Marel, Valitor, Alcoa, Efla, Deloitte og Capacent. Sérstakir samstarfsaðilar eru einnig: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík; UN Women á Íslandi og Kvenréttindafélag Íslands