Rafrænt pallborð um kynjajafnrétti á tímum COVID-19, 9. maí kl. 15:00

Velkomin á rafrænt pallborð um stöðu kvenréttinda í Evrópu á tímum COVID-19 og hvernig femíníska hreyfingin og lýðræðissamtök geta brugðist við faraldrinum og mótað framtíð álfunnar.

Fundurinn verður haldinn á raffundarsíðunni CISCO og sendur í streymi á Facebook laugardaginn 9. maí kl. 15:00 til 16:15. Umræður eru á ensku.

Fulltrúar frá samevrópskum lýðræðissamtökum ásamt samtökum á Íslandi, Ítalíu, Póllandi og Spáni taka þátt í pallborðinu og greina frá stöðu mála í sínum löndum og ræða hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á kynjamismunun í Evrópu, þá sér í lagi á sviði vinnumarkaðs, heilsu, kynbundins ofbeldis og stjórnmálaþátttöku.

Fundurinn verður haldinn á rafrænum vettvangi, á CISCO. Til þess að taka virkan þátt í umræðu, skráið ykkur hér.

Til að fylgjast með umræðum án virkrar þátttöku, er hægt að horfa á umræður í streymi á Facebook síðu Kvenréttindafélagsins.

Pallborðið er hluti af rafrænu ráðstefnunni Citizens Take Over Europe, skipulögð af almannaheillasamtökum hvaðanæva úr Evrópu. Ráðstefnan er samráðsvettvangur þar sem félagasamtök og einstaklingar ræða saman um framtíð lýðræðis í álfunni.

Þátttakendur í pallborðinu eru:

Ísland

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands

Ítalía

Caterina Scannapieco, Obiezione Respinta og Non Una Di Meno

Pólland

Gosia Wochowska, Gals4Gals Lodz (Lodzkie Dziewuchy Dziewuchom)

Spánn

  • Montse Pineda, verkefnastjóri Creación Positiva og varaformaður National Council of Women of Catalonia (CNDC)
  • Neus Pociello, framkvæmdastjóri Aroa Foundation, meðstofnandi Feminist Europe Platform og varaformaður National Council of Women of Spain (CNDE)
  • Almudena Rodríguez, alþjóðafulltrúi L’Associació de Drets Sexuals i Reproductius og Women’s Major Group Organising Partner fyrir UNECE svæðið

Samevrópsk samtök

Cecilia Francisco Carcelén, Young Feminist Europe