Click for English

Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja árið 2020.

Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megináherslu á námsstyrki og hvetur konur sem stunda nám á öllum skólastigum til að sækja um í sjóðinn.

Umsóknarfrestur er til 6. september 2020.

Með umsókn skal fylgja rökstuðningur umsækjenda af hverju hún ætti að hljóta styrkinn auk upplýsinga um nám og tímaáætlun um framvindu þess. Jafnframt skal fylgja umsókn staðfesting á skólavist.

Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti þann 6. september 2020. Úthlutun fer fram þann 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands í síma: 551-8156 eða á netfangi: mmk[@]krfi.is.

Tilkynnt verður um styrkveitingar þann 27. september 2020 og verður öllum umsóknum svarað.

Sækið um styrk á síðu Menningar- og minningarsjóðs kvenna, hér.