Námsefni í kynjafræði – Norðurlönd

Grunnkúrs í kvenréttindumKvenréttindafélag Íslands hefur látið gera námsefni um kvenréttindi sem tekur á ýmsum málefnum, svo sem hagkerfinu, umhverfismálum og sjálfbærri þróun.

Grunnkúrs í kvenréttindum er ætlað til kennslu í framhaldsskólum og byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) og Pekingsáttmálanum. Námsefnið var þróað af Kvenréttindafélagi Íslands, Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvinderådet í Danmörku.

Verkefnið var styrkt af samnorræna styrktarsjóðnum NIKK.

CEDAW-sáttmálinn, sem einnig hefur verið kallaður „kvennasáttmálinn“ er alþjóðlegur sáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var af Íslands hálfu 1985. Í sáttmálanum skuldbindur Ísland sig til að afnáma mismun gagnvart konum. Þessi sáttmáli er ekki vel þekktur meðal almennings, þótt hann hafi mikil áhrif á jafnréttisbaráttuna ekki aðeins hér á Íslandi einnig í öllum hinum ríkjunum sem skrifað hafa undir hann.

Lesið nánar hér:


Félagaskráning - Popp