Stafrænt ofbeldi – Norðurlönd

Stöðvum hefndarklám eftir Þóreyju Mjallhvíti

Kvenréttindafélag Íslands vinnur nú að að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum og upplifun þolenda stafræns ofbeldis á réttlæti. Í rannsókninni eru tekin viðtöl við þolendur stafræns ofbeldis sem hafa reynt að leita sér aðstoðar eða leitað eftir réttlæti, svo sem með því að hafa samband við Stígamót, við lögfræðing eða lögreglu. Spurt er eftir upplifun þolenda á leit að réttlæti, hvað gekk vel og hvað vantar í kerfið til að styðja betur við þolendur. Einnig er rætt við fulltrúa frá lögreglunni, Kvennaráðgjöfinni og Stígamótum, þ.e. þá sem veitt hafa aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis og þeir spurðir um verklag og reglur.

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og KUN í Noregi, og er styrkt af norræna jafnréttissjóðunum NIKK og Jafnréttissjóði Íslands.

Hægt er að lesa viðtal við framkvæmdastýru um verkefnið á vefsíðu NIKK, „Lack of legal security for victims of online violence“.

Við höfum sett upp upplýsingasíðu um hrelliklám og stafrænt kynferðislegt ofbeldi, www.stöðvumhrelliklám.is.


Félagaskráning - Popp