+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Bókaútgáfa

Kvenréttindafélag Íslands hefur gefið út ýmsar bækur í gegnum árin.

Ber þar sérstaklega að nefna Gegnum glerþakið: valdahandbók fyrir konur eftir Maria Herngren, Eva Swedenmark og Annica Wennström í þýðingu Bjargar Árnadóttur og  Veröld sem ég vil : saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992 eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur sem enn í dag er heildstæðasta saga kvennabaráttunnar hér á landi.

Báðar þessar bækur eru til sölu á skrifstofu Kvenréttindafélagsins á vægu verði, heilar 500 kr. fyrir Gegnum glerþakið og 1.000 kr. fyrir Veröld sem ég vil.

Konur á ystu nöfÁrið 2014 gaf Kvenréttindafélagið út ljóðabókina Konur á ystu nöf í samstarfi við bókaútgáfuna Meðgönguljóð. Konur á ystu nöf er afrakstur samnefndrar bókmenntahátíðar sem haldin var í Reykjavík júlí 2014. Í safninu birtast ljóð eftir Arngunni Árnadóttur, Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur, Björk Þorgrímsdóttur, Valgerði Þóroddsdóttur, Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen frá Finnlandi, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum.

Hægt er að kaupa eintak af Konur á ystu nöf á á vef bókabúðarinnar Eymundsson.

 

Útgefnar bækur kvenna 1800-1956

Árið 1957 gaf Kvenréttindafélag Íslands út sérlega merkilegt rit. Félagið fagnaði 50 ára afmæli sínu  á árinu og að því tilefni var sett upp vegleg afmælissýning á verkum kvenna á sviði bókmennta, myndlistar og iðnaðar. Einnig var tekinn saman listi yfir útgefnar bækur kvenna frá árinu 1800 til 1956.

Þessi bókaskrá hefur lengi verið ófáanleg, en í tilefni kvennafrídagsins 2014 gáfum við út það verk í rafrænni útgáfu.

Smellið hér til að lesa bókaskrá kvenna 1800-1957!

Bókaskrá yfir útgefnar bækur kvenna 1800-1957.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.