Opið hús fyrir viðburði kvenna

Opið hús á Hallveigarstöðum eftir Þóreyju Mjallhvíti

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eina húsið enn í eigu kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Það er staðsett á Túngötu 14 í miðbæ Reykjavíkur.

Hægt er að halda fundi, hátíðir, málþing í salnum sem er í kjallara hússins. Salurinn tekur 80 manns í sæti og er búinn hljóðkerfi, myndvarpa og aðstöðu til veitingahalds.

Til þess að taka salinn á leigu, hafið samband við húsfreyju Hallveigarstaða, í netfanginu hallveigarstadir @ gmail.com.

Aðgengismál

Stólalyfta var sett upp á Hallveigarstöðum í apríl 2015 og nýtt salerni fyrir fatlaða byggt í kjallara hússins.

Aðgengi er þar með komið á öll opnu svæði Hallveigarstaða, á jarðhæð og í kjallara þar sem samkomusalur hússins er til staðar.

Styrkir til fundar- og hátíðarhalda

Hallveigarstaðir voru opnaðir 1967 og var frá opnun ætlað að vera heimili kvenna á Íslandi. Við í Kvenréttindafélaginu bjóðum fólki með góðar hugmyndir um jafnréttisverkefni aðstoð og jafnvel aðstöðu í starfi þeirra. Við bjóðum salarkynni okkar til fundarhalds og til að halda opna viðburði og hátíðir sem tengjast kvenréttindum, menningu kvenna og sögu kvenna.

Hægt er að sækja um styrk til Kvenréttindafélags Íslands til að halda opna fundi eða hátíðir. Athugið, Kvenréttindafélagið styrkir einungis um salarleigu. Bóka þarf manneskju í sal á meðan viðburðinum stendur og bera aðstandendur þann kostnað.

Umsækjendur um styrki til viðburðahalds um þurfa að vera félagsmenn Kvenréttindafélags Íslands. Smellið hér til að ganga í Kvenréttindafélagið.

Smellið hér til að sækja um styrk
frá Kvenréttindafélaginu
til að halda opinn viðburð í hátíðarsal Hallveigarstaða
.


Félagaskráning - Popp