Stöðvum hrelliklám

Stöðvum hefndarklám eftir Þóreyju Mjallhvíti

Hrelliklám eða „klám án samþykkis“ er dreifing kynferðislegra mynda, upptaka og myndbanda, án samþykkis þess sem þar fram kemur og án lögmæts tilgangs. Hrelliklám er stafrænt kynferðislegt ofbeldi.

Kvenréttindafélag Íslands lét vinna rannsókn á viðhorfum ungs fólks til hrellikláms og samanburðurðarrannsókn á lagasetningum ýmissa landa gegn hrelliklámi sumarið 2015. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir var höfundur rannsóknarinnar, og hægt er að lesa skýrslu hennar, Stöðvum hrelliklám: Löggjöf og umræða, á netinu.

STODVUM HRELLIKLAM KAPA A4-page-001

Nú vinnum við að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum og upplifun þolenda stafræns ofbeldis á réttlæti. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og KUN í Noregi, og er styrkt af norræna jafnréttissjóðunum NIKK. Hægt er að lesa viðtal við framkvæmdastýru um verkefnið hér, „Lack of legal security for victims of online violence“.

Við höfum sett upp upplýsingasíðu um hrelliklám og stafrænt kynferðislegt ofbeldi, www.stöðvumhrelliklám.is.

Rannís, Mannréttindaráð Reykjavíkur, Hlaðvarpinn og velferðarráðuneytið hafa styrkt þetta verkefni.


Félagaskráning - Popp