ATH: Þessi lög Kvenréttindafélags Íslands voru felld úr gildi á landsfundi 28. apríl 2015. Hægt er að lesa núgildandi lög félagsins hér.

1. gr. Félagið heitir Kvenréttindafélags Íslands, skammstafað KRFÍ. Félagið er landsfélag. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. KRFÍ vinnur samkvæmt stefnuskrá, sem er fylgirit með lögum þessum. Félagið er deild í Alþjóðasambandi kvenréttindafélaga (International Alliance of Women – IAW) og aðili að sambandi norrænna kvenréttindafélaga (Nordiske kvindesagsforeningers samorganisation, NKS og Nordiske kvindeorganisationer i samarbejde, NOKS).

3. gr. Meðlimir félagsins geta orðið:

a) Einstaklingar, karlar og konur, hvar sem er á landinu, sem náð hafa 16 ára aldri og vilja vinna samkvæmt lögum félagsins og stefnuskrá. b) Kvenréttindafélög og önnur félög sem vinna að sambærilegum stefnumálum og KRFÍ.
Umsókn um inngöngu í félagið skal senda stjórn KRFÍ.

4. gr. Félagsgjöld ákveður aðalfundur. Gjalddagi árgjalda er 15. júlí. Greiði félagsmenn eða aðildarfélög ekki gjöld sín í samfleytt 4 ár er heimilt að strika nöfn þeirra út af félagaskrá, enda hafi árgjalda verið krafist bréflega.

5. gr. Aðalfundur kýs formann, varaformann og sex stjórnarmenn til tveggja ára í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega sitt árið hvor, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á landsfundi skal að auki kjósa a.m.k. fjóra menn í stjórn ásamt einum varamanni fyrir hvern.

6. gr. Formaður og stjórn eru málsvari félagsins út á við. Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins. Reikningshald félagssjóðs og blaðsjóðs 19. júní skal vera aðskilið. Varastjórn skal boðuð á stjórnarfundi og hefur þar málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt aðeins ef aðalmenn þeirra eru fjarverandi. Formaður og varaformaður eru sjálfkjörnir í stjórn Kvennaheimilisins Hallveigarstaða en stjórnin kýs þriðja manninn og þrjá varamenn úr sínum hópi, sbr. reglugerð Kvennaheimilisins Hallveigarstaða.

7 gr. Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Á aðalfundi leggur stjórnin fram skýrslu um störf félagsins á liðnu ári, svo og endurskoðaða reikninga félagsins og 19. júní. Fulltrúar nefnda flytja skýrslur um störf sín. Stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna leggur fram skýrslu um störf sjóðsins. Á aðalfundi fara fram kosningar stjórnarmanna, sbr. 5 gr., tveggja endurskoðenda og tveggja varamanna þeirra og fulltrúa í fastar nefndir. Kosningar eru bundnar og leynilegar ef stungið er upp á fleiri mönnum en kjósa skal. Kosningarétt á aðalfundi hafa aðeins skuldlausir félagsmenn.  Aðalfund skal boða bréflega með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

8. gr. Landsfundur skal haldinn fyrir marslok annað hvert ár og í tengslum við aðalfund. Stjórn KRFÍ ákveður nánari staðsetningu og tímasetningu landsfundar. Landsfundur hefur æðsta vald í þeim málum sem snerta félagsstarfið fyrir allt landið. Á landsfundi eiga sæti:

1. stjórn KRFÍ 2. fulltrúar aðildarfélaga 3. allir skuldlausir félagar  4. heiðursfélagar

Aðildarfélög kjósa einn fulltrúa hvert á landsfund.

Á landsfundi skulu kosnir a.m.k. fjórir menn í stjórn ásamt varamönnum.

Í upphafi fundar skal kosin nefnd sem undirbýr þá kosningu ásamt kosningu fulltrúaráðsins. Í nefndinni eiga sæti stjórnarmenn kosnir á síðasta landsfundi, eða varamenn þeirra. Fundurinn kýs þrjá menn til viðbótar í nefndina. Sé kjörnefnd sammála eru stjórnarmenn samkvæmt tillögu nefndarinnar réttkjörnir svo og varamenn þeirra. Heimilt er að fjölga stjórnarmönnum samþykki landsfundurinn tillögu nefndarinnar um það.

Landsfundur kýs einnfremur:

a) Stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna skv. skipulagsskrá sjóðsins, svo og tvo endurskoðendur.

b) Fulltrúaráð félagsins.

Kjörgengir í nefndir sem starfa milli landsfunda eru allir félagar KRFÍ. Á landsfundi leggur stjórnin fram skýrslu um störf félagsins frá síðasta landsfundi og yfirlit yfir fjárhag félagsins. Stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna gerir grein fyrir starfssemi sjóðsins.

Á landsfundi skal gera starfsáætlun fyrir næstu tvö á eftir því sem unnt er.

9. gr. Fulltrúaráð skal kosið á landsfundi. Fulltrúar skulu vera tveir úr hverju kjördæmi og tveir frá hverju aðildarfélag, og jafnmargir til vara. Fulltrúar skulu vera félagsmenn í KRFÍ, sksv. 3. gr. Fulltrúaráð skal vera tengiliður milli stjórnar félagsins og aðildarfélaganna og kynna stefnumál KRFÍ sem víðast. Fulltrúaráðsfundi skal halda 2. hvert ár til skiptis í kjördæmum, eftir því sem við verður komið.

10. gr. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess, þar með talinn hlutur þess í Kvennaheimilinu Hallveigarsstöðum, falla til Menningar- og minningarsjóðs kvenna.

Verðmæt skjöl og sögulegar heimildir um félagið varðveitist í Kvennasögusafni Íslands.

11. gr. Breytingar á lögum þessum og stefnuskrá eru því aðeins gildar að þær hafi hlotið samþykki aðalfundar og landsfundar.

Samþykkt á landsfundi þ. 24. mars 2001

ATH: Þessi lög Kvenréttindafélags Íslands voru felld úr gildi á landsfundi 28. apríl 2015. Hægt er að lesa núgildandi lög félagsins hér.