#jafntfæðingarorlof

Þrjú norræn kvenréttindasamtök, Sveriges Kvinnolobby, Kvenréttindafélag Íslands og Norges Kvinnelobby, stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 22. október síðastliðinn þar sem rætt var um jafnrétti í fæðingarorlofi. Fundurinn var haldinn í Stokkhólmi.

Samtökin kynntu nýja samanburðarskýrslu um fæðingarorlof á Norðurlöndum, Föräldraledig? Mer än köksbordsfråga, og greindi Andrés Ingi Jónsson alþingismaður frá íslenska fæðingarorlofskerfinu og fyrirhugaðum breytingum á því.

Upptöku af fundinum er hægt að sjá hér.

Fæðingarorlof og dagvistun barna tryggir atvinnuþátttöku kvenna og eykur hagsæld á Norðurlöndum. Við eigum þó enn langt í land þar til að við náum kjarajafnrétti kynjanna. Konur eru líklegri til að vinna hlutastörf og enn er mikill munur á launum karla og kvenna, kjaramisrétti sem viðhelst til æviloka þar sem konur hafa lægri eftirlaun.

Þetta misrétti má að að vissu marki útskýra með þeirri staðreynd að konur bera meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu, sérstaklega eftir að þær hafa eignast börn. Sænsk rannsókn sýndi að 15 árum eftir fæðingu fyrsta barnsins, hafði launamunur milli kvenna og karla aukist um 32%.

Skipting fæðingarorlofsins á milli foreldra,  hefur mikil áhrif á hvernig við högum til frambúðar verkaskiptingu í launaðri og ólaunaðri vinnu. Þrátt fyrir að Norðurlöndin eru öll á réttri leið í að tryggja að kynin taki jafnt fæðingarorlof, taka konur enn mun lengra frí en karlar og eyða meiri tíma í ólaunuð störf á heimilinu.

Við hvetjum til að:

Fæðingarorlofinu verði deilt jafnt milli foreldra. #jafntfæðingarorlof

Þegar karlar taka fæðingarorlof, verður verkaskipting kynjanna á heimilinu jafnari sem eykur möguleika beggja foreldra til velgengni á vinnumarkaðnum. Eina leiðin sem hefur virkað til að fjölga þeim dögum sem karlar taka í fæðingarorlof er að eyrnamerkja fæðingarorlof feðrum. Fæðingarorlofinu ætti að skipta jafnt á milli foreldra til að auka jafnrétti á heimilum og á vinnumarkaði.

Fæðingarorlofið sé nægilega langt til að brúa bilið á milli orlofs og dagvistunar

Fæðingarorlofið verður að vera nægilega langt til að tryggja umönnun barna. Fæðingarorlofið verður að vera nægilega langt til að tryggja það að konur nái heilsu eftir meðgöngu og fæðingu og til að feður fá færi á að dvelja heima með barni. Þegar fæðingarorlofi lýkur, verða öll börn að eiga rétt á dagvistun sem greidd er af stjórnvöldum. Brúum bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar!

Fæðingarorlofið skuli vera tekjutengt

Fæðingarorlofið verður að vera tekjutengt til að gefa báðum foreldrum tækifæri til að dvelja heima með barni sínu án þess að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni. Fólk utan vinnumarkaðs eiga rétt á fæðingarstyrk sem er nægilega hár að tryggja velferð þess og fjölskyldunnar.