NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Í öllum löndunum var haldið námskeið þar sem konur af erlendum uppruna fengu þjálfun í að vera mentorar, en einnig unnu samstarfsaðilar rafrænt námsefni sem konur geta nýtt sér til að auka færni og sjálfstrust í lífi og starfi. Verkefninu er sérstaklega ætlað til að ná til kvenna af erlendum uppruna.
Ásamt Kvenréttindafélagi Íslands unnu að verkefninu Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future in Perspective á Írlandi, CSI Center for Social Innovation í Kýpur, Mindshift Talent Advisory Ida í Portúgal og Instituto para el Fomento del Desarrollo y la Formación á Spáni. Verkefninu lauk formlega haustið 2021.
Á meðan verkefninu stóð voru sex sjálfsnámskeið gefin út til að efla persónulega þróun, félagslega valdeflingu og leiðtogafærni kvenna. Þessi námskeið eru aðgengileg á íslensku, ensku, frönsku, grísku og portúgölsku á vefsíðu verkefnisins www.nowmooc.eu/is.
Þessi sex námskeið eru:
Hér er kynningarefni sem var gefið út á meðan verkefninu stóð: