Laufey Vilhjálmsdóttir (1879–1960) barðist fyrir frelsi kvenna, menntun kvenna og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Hún bar Hvítbláin, íslenska fánann sem aldrei varð, í baráttugöngu 17. júní 1907. Sagði hún að konur „gætu eins verið merkisberar eins og karlar“. Ári seinna gekk hún á Esjuna og reisti Hvítbláin á tind fjallsins.