Kvenréttindafélagið á Norðurlandi – velkomin á fundi á Sauðárkróki og Akureyri!‏

Nordiskt ForumVelkomin á kynningarfund um Nordiskt Forum á Akureyri og Sauðárkróki 2. og 3. apríl.

Kvenna- og jafnréttisráðstefnan Nordiskt Forum verður haldin í Svíþjóð 12.-15. júní næstkomandi. Þúsundir femínista, aktívista, umhverfissinna, fræðimanna og byltingarseggja frá öllum Norðurlöndunum og alls staðar að úr heiminum hittast í Malmö og ræða um áskoranirnar í jafnréttisbaráttunni.

Við munum kynna þessa ráðstefnu í Alþýðuhúsinu á Akureyri, Skipagötu 14, 2. hæð, miðvikudaginn 2. apríl kl. 17, og á Kaffi Krók á Sauðárkróki fimmtudaginn 3. apríl kl. 17. Á fundinum verður farið yfir dagskrá ráðstefnunnar, möguleika í flugi og gistingu, styrkjum, og afþreyingu og skemmtanalíf í Malmö og nágrenni.

Léttar veitingar eru í boði!

Að fundi loknum gefst tækifæri fyrir almennar umræður um jafnréttismál, en á næsta ári fögnum við að 100 ár eru liðin síðan konur fengu kosningarétt, svo mikil hátíðarhöld eru framundan!

Bestu kveðjur, og sjáumst sem flest!