Kvenréttindafélag Íslands var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur þann 27. janúar 1907.
Markmið Kvenréttindafélagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Til þess að ná fram þessum markmiðum stefnir félagið á að taka þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeita sér að eftirfarandi verkefnum og áherslum, sem hafa skýr femínísk markmið og víða samfélagslega skírskotun.