Sólveig Jónasdóttir

Stjórn
Sólveig Jónasdóttir stjórnarkona er gallharður femínisti sem hefur um áratugaskeið starfað að kvenréttindamálum, Hún er menntuð í bókmenntum, mannfræði og fjölmiðlafræði og hefur meðal annars starfað hjá stéttarfélögum og að málefnum innflytjenda síðastliðna áratugi, sem fræðslustjóri, upplýsingafulltrúi, ritstjóri o.fl.. Hún er dóttir, systir, vinkona, móðir, amma eiginkona, en fyrst og fremst kona.

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur þann 27. janúar 1907.

Markmið Kvenréttindafélagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

Til þess að ná fram þessum markmiðum stefnir félagið á að taka þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeita sér að eftirfarandi verkefnum og áherslum, sem hafa skýr femínísk markmið og víða samfélagslega skírskotun.