Opið hús fyrir viðburði kvenna

Opið hús á Hallveigarstöðum eftir Þóreyju Mjallhvíti

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eina húsið enn í eigu kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Það er staðsett á Túngötu 14 í miðbæ Reykjavíkur.

Hægt er að halda fundi, hátíðir, málþing og veislur í salnum sem er í kjallara hússins. Salurinn tekur 80 manns í sæti og er búinn hljóðkerfi, myndvarpa og aðstöðu til veitingahalds.

Nánari upplýsingar til þess að taka salinn á leigu er að finna á vefsíðu hússins, hallveigarstadir.is.

Aðgengismál

Stólalyfta var sett upp á Hallveigarstöðum í apríl 2015 og nýtt salerni fyrir fatlaða byggt í kjallara hússins.

Aðgengi er þar með komið á öll opnu svæði Hallveigarstaða, á jarðhæð og í kjallara þar sem samkomusalur hússins er til staðar.

Fundir og sýningar sem tengjast jafnrétti og sögu kvenna

Hallveigarstaðir voru opnaðir 1967 og var frá opnun ætlað að vera heimili kvenna á Íslandi. Við í Kvenréttindafélaginu bjóðum fólki með góðar hugmyndir um jafnréttisverkefni aðstoð og jafnvel aðstöðu í starfi þeirra. Við bjóðum salarkynni okkar til fundarhalds og til að halda opna viðburði og hátíðir sem tengjast kvenréttindum, menningu kvenna og sögu kvenna. Hafið samband við okkur fyrir nánari upplýsingar í postur(@)kvenrettindafelag.is.

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.