Núna 24. október fögnum við því að 40 ár eru liðin frá því að konur lögðu niður vinnu hér á Íslandi og kröfðust þess að þær fengi sömu laun fyrir sömu vinnu.
Við höfum náð langt á þessum fjörutíu árum, en kynjamisrétti viðgengst enn hér á landi. Konur eru enn aðeins 13% lögregluþjóna, 11% hæstaréttadómara og 9% framkvæmdastjóra í fjármálageiranum. Kynbundinn launamunur er enn 7,6%. Ofbeldi gegn konum er landlægt. 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, og 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum.
Kvenréttindafélagið samþykkti stefnuskrá félagsins á landsfundi árið 1992. Þessi stefnuskrá er því komin vel til ára sinna og nær hún engan veginn utan um baráttumál 21. aldarinnar. Við leitum til ykkar, kæru félagar í Kvenréttindafélaginu, að semja með okkur nýja stefnuskrá til þess að marka starf okkar næstu árin.
Við bjóðum þér að taka þátt í morgunverðarfundi kl. 10:00–12:00 laugardaginn 24. október næstkomandi. Á fundinum tökum við saman þau mál sem brenna á okkur og skulu grundvalla áframhaldandi starfsemi félagsins.
Að sjálfsögðu verður morgunmatur og kaffi í boði. Og þátttakendum á fundinum er boðið í veislu á Hallveigarstöðum það sama kvöld, þar sem við fögnum ærlega að 100 ár eru liðin frá því við fengum kosningarétt, 40 ár eru liðin frá því við fórum fyrst í verkfall, og 20 ár eru liðin frá því að þjóðir heims skrifuðu undir framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynjanna í Beijing.
Skráið ykkur á stefnumótunarfund hér:
Please select a valid form