Day

febrúar 22, 2008
Hjá Menntamálaráðuneytinu hefur febrúarmánuður verið nefndur Jafnréttismánuður 2008 og hafa jafnréttismál verið í brennidepli undanfarnar vikur. Markmiðið er að vekja jákvæða athygli á jafnréttismálum og varpa ljósi á stöðu jafnréttismála í menntamálaráðuneytinu. Jafnréttisnefnd menntamálaráðuneytisins stendur fyrir Jafnréttismánuðinum með góðum stuðningi ráðherra og ráðuneytisstjóra.
Read More
Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir opnu húsi á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík á konudaginn, sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17. Fundurinn er öllum opinn og eru konur sérstaklega boðnar velkomnar. Dagskrá 1. Erindi: Kvennaheimilið Hallveigarstaðir og starfsemi félaganna þar. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. 2. Erindi: Máttur tengslanets kvenna. Sofía...
Read More