Ráðstefnan Nordiskt Forum í Malmö var skipulögð af norrænu kvennahreyfingunni á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. 12. til 15. júní 2014 söfnuðust 30.000 gestir saman í Malmö og lögðu línurnar fyrir jafnréttisbaráttu framtíðarinnar.

Dagskrá ráðstefnunnar tók mið af Peking-yfirlýsingunni frá árinu 1995 þegar Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin og af framkvæmdaáætluninni sem byggist á henni.

Í lok ráðstefnunnar voru jafnréttisráðherrum Norðurlandanna afhentar kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar.

Lesið 62 kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar hér.