Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda var stofnað þann 8. mars 2013. Rótin er félag áhugakvenna og eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar til þátttöku.

Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samstarfið við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.

Rótin gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 2020.