W.O.M.E.N. in Iceland, samtök kvenna af erlendum uppruna

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003. Hlutverk samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.

W.O.M.E.N. in Iceland gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 2018.