Námsefni í kynjafræði

Kvenréttindafélag Íslands hefur undanfarin ár starfað með kennurum að gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í kynjafræði.

Á vefsvæði félagsins er nú að finna tvenns konar námsefni, hið fyrra stafrænt námsefni ætlað til kennslu í kynjafræði á framhaldsskólastigi, og hið seinna verkefni fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla.


Grunnkúrs í kvenréttindum

Grunnkúrs í kvenréttindum er námsefni sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum og byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) og Pekingsáttmálanum. Námsefnið var þróað af Kvenréttindafélagi Íslands, Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvinderådet í Danmörku.

Verkefnið var styrkt af samnorræna styrktarsjóðnum NIKK.


grunnskoli_banner_left_1200x400

Jafnréttisbaráttan: Kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla var þróað af Þóru Þorsteinsdóttur sem hluti af meistaraverkefni við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar er að finna 6 verkefni sem grunnskólakennarar geta unnið með nemendum sínum.

Verkefnið var styrkt af Framkvæmdanefnd um 100 ára kosningarétt kvenna, Menningar- og minningarsjóði kvenna og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.