Kvenréttindafélag Íslands hefur undanfarin ár starfað með kennurum að gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í kynjafræði, sem og að gerð námsefnis í alþjóðlegri samvinnu.

Á vefsvæði félagsins er nú að finna ýmis konar námsefni, stafrænt námsefni ætlað til kennslu í kynjafræði á framhaldsskólastigi, verkefni fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla, og rafræn sjálfsnámskeið til valdeflingar kvenna.

Grunnkúrs í kvenréttindum

Grunnkúrs í kvenréttindum er námsefni sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum og byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) og Pekingsáttmálanum. Námsefnið var þróað af Kvenréttindafélagi Íslands, Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvinderådet í Danmörku.

Verkefnið var styrkt af samnorræna styrktarsjóðnum NIKK.

grunnskoli_banner_left_1200x400

Jafnréttisbaráttan: Kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla var þróað af Þóru Þorsteinsdóttur sem hluti af meistaraverkefni við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar er að finna 6 verkefni sem grunnskólakennarar geta unnið með nemendum sínum.

Verkefnið var styrkt af Framkvæmdanefnd um 100 ára kosningarétt kvenna, Menningar- og minningarsjóði kvenna og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Ljósmyndasýningin „Fullvalda konur og karlar“ hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórnmálaréttindum Íslendinga, konum og körlum.

Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Fullveldi og sjálfstæði Íslendinga væri óhugsandi án þeirrar miklu baráttu sem átti sér stað um aldamótin 1900 fyrir stjórnmálaréttindum og kosningarétti kvenna.

Sýningin er gerð af Þóreyju Mjallhvíti og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur fyrir Kvenréttindafélag Íslands og styrkt af Fullveldissjóði.

NOW – New Opportunities for Women eru rafræn sjálfsnámskeið til að efla persónulega þróun, félagslega valdeflingu og leiðtogafærni kvenna.

Námskeiðin eru aðgengileg á íslensku, ensku, frönsku, grísku og portúgölsku og voru búin til af Kvenréttindafélagi Íslands unnu að verkefninu Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future in Perspective á Írlandi, CSI Center for Social Innovation í Kýpur, Mindshift Talent Advisory Ida í Portúgal og Instituto para el Fomento del Desarrollo y la Formación á Spáni.

Þessi sex námskeið eru:

Verkefnið var styrkt af Erasmus+.