Kynjaþing
Kvenréttindafélag Íslands heldur árlegt Kynjaþing, samræðuvettvang fyrir félagasamtök sem er annt um jafnrétti í heiminum. Kynjaþing gefur almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er í femínískri umræðu.
Hápólitískt, þverpólitískt, kvennapólitískt!
Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Kvenréttindafélag Íslands heldur fundi, gefur út skýrslur og umsagnir um lagafrumvörp og veitir stjórnvöldum aðhald í jafnréttismálum.
Kynjaþing
Kvenréttindafélag Íslands heldur árlegt Kynjaþing, samræðuvettvang fyrir félagasamtök sem er annt um jafnrétti í heiminum. Kynjaþing gefur almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er í femínískri umræðu.
Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907
Kvenréttindafélag Íslands hefur undanfarin ár starfað með kennurum að gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í kynjafræði.
Á vefsvæði félagsins er nú að finna tvenns konar námsefni, hið fyrra stafrænt námsefni ætlað til kennslu í kynjafræði á framhaldsskólastigi, og hið seinna verkefni fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla.
Námsefni ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi, byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.
Þetta námsefni fjallar um réttindi kvenna.
Brotið á konum og stúlkum bæði á Íslandi sem og í heiminum öllum. Þó að við séum komin langt á Norðurlöndunum erum við enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti kynjanna.
Efninu er ætlað að auka skilning á réttindum kvenna, og hvetja til aukinnar skuldbindingar okkar til að bæta lífskjör kvenna og stúlkna.
Kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla, vefur fyrir kennara.
Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk.
Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt og því er frjálst að velja og nýta eitt verkefni.
Stök æfing gæti átt heima í námsgreinum eins og samfélagsfræði, sögu, íslensku og stærðfræði. Séu verkefnin tekin saman standa þau sem heilt kynjafræðinámskeið.