Kynjaþing
Kvenréttindafélag Íslands heldur árlegt Kynjaþing, samræðuvettvang fyrir félagasamtök sem er annt um jafnrétti í heiminum. Kynjaþing gefur almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er í femínískri umræðu.
Hápólitískt, þverpólitískt, kvennapólitískt!
Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Kvenréttindafélag Íslands heldur fundi, gefur út skýrslur og umsagnir um lagafrumvörp og veitir stjórnvöldum aðhald í jafnréttismálum.
Kynjaþing
Kvenréttindafélag Íslands heldur árlegt Kynjaþing, samræðuvettvang fyrir félagasamtök sem er annt um jafnrétti í heiminum. Kynjaþing gefur almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er í femínískri umræðu.
Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907
Kvenréttindafélag Íslands hefur undanfarin ár starfað með kennurum að gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í kynjafræði.
Á vefsvæði félagsins er nú að finna tvenns konar námsefni, hið fyrra stafrænt námsefni ætlað til kennslu í kynjafræði á framhaldsskólastigi, og hið seinna verkefni fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla.