Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. Í fimmta fréttabréfi ársins er sagt frá næsta allsherjarþingi samtakanna sem haldið verður í Zimbabwe. Sagðar eru fréttir um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, um Istanbul sáttmálann og frá Sameinuðu þjóðunum. Lesið fréttabréf IAW í október 2016 hérna.Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir segja frá rannsókn Kvenréttindafélagsins um leit að réttlæti í kjölfar stafræns ofbeldis á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Bryggjunni kl. 15 laugardaginn 15. október. Þær spjalla við dönsku baráttukonuna Emmu Holten, Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur upphafskonu Free the nipple, og skipuleggjendur Druslugöngunnar. Rannsóknin er styrkt af NIKK og Jafnréttissjóði.Read More