Dagana 1. – 6. júlí fórum við átta þátttakendur Femme Empower verkefnisins á Íslandi til Rúmeníu í feminískar sumarbúðir. Þar hittu við Femme Empower systur okkar frá Litháen, Portúgal, Póllandi og Rúmeníu. Fyrir utan tækifærið til að kynnast hver annarri unnum við hörðum höndum að sameiginlegri kröfugerð með hliðsjón af niðurstöðum netkönnunar og umræðuhópa sem náði til alls 900 ungra kvenna og kvára í öllum þátttökulöndunum. Kröfur okkar er að finna hér.

Markmiðið með kröfugerðinni er hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins (ESB) í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2026 til 2030.

Við höfum nú þegar sent kröfugerð okkar til framkvæmdastjórnarinnar en við þurfum á þínum stuðningi að halda til að fá ráðamenn og konur ESB til að hlusta á okkur!

Til að afla stuðnings við kröfur okkar höfum við – þátttakendur Femme Empower verkefnisins í öllum fimm löndunum – sent Opið Bréf til þingmanna, sveitarstjórnarfólks, félagasamtaka og annarra hópa ásamt áskorun um að skrifa undir bréfið sem inniheldur helstu kröfur hópsins.

Við bíðum nú spennt eftir að vita um undirtektirnar en þrátt fyrir að Ísland sé ekki aðildarríki Evrópusambandsins þá hafa raddir héðan mikið vægi vegna þess hversu langt við erum komin á braut kynjajafnréttis miðað við mörg önnur ríki. Það þýðir alls ekki að allt sé fullkomið. Þvert á móti. Það er margt sem þarf að bæta hér heima og annars staðar í Evrópu!

Við getum breytt hlutum með samstöðuna að vopni og í anda samstöðu þvert á landamæri bjóðum við öllum að skrifa undir rafræna áskorun Femme Empower hópsins til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að verða við kröfum okkar.

Takk fyrir stuðninginn!

Ef þú vilt taka frekari þátt, hafðu samband með því að senda t-póst á netfangið: femempowericeland@gmail.com

Aðrar fréttir