+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Kvenréttindafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907.

Hvað gerum við?

Við höldum opna fundi og málþing um málefni sem varða opna fundi um jafnréttismál sem eru á döfinni hverju sinni, skrifum umsagnir um lagafrumvörp og opinberar skýrslur og styðjum við yngri grasrótarsamtök sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna.

Lesa meira.

Sagan

Kvenréttindafélag Íslands eru ein elstu félagasamtök Íslands, en það var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að stuðla að framgangi kvenna í íslensku samfélagi, hvort sem er í stjórnmálum, atvinnulífi, menntun eða menningu.

Lesa meira.

Velkomin á Kynjaþing 2019, haldið í 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Lesa meira.

Kynjafræði á öllum skólastigum!

Námsefni í kynjafræði

Kvenréttindafélag Íslands hefur undanfarin ár starfað með kennurum að gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í kynjafræði.

Á vefsvæði félagsins er nú að finna tvenns konar námsefni, hið fyrra stafrænt námsefni ætlað til kennslu í kynjafræði á framhaldsskólastigi, og hið seinna verkefni fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla.

Grunnkúrs í kvenréttindum

fyrir framhaldsskóla

Námsefni ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi, byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Þetta námsefni fjallar um réttindi kvenna.

Brotið á konum og stúlkum bæði á Íslandi sem og í heiminum öllum. Þó að við séum komin langt á Norðurlöndunum erum við enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti kynjanna.

Efninu er ætlað að auka skilning á réttindum kvenna, og hvetja til aukinnar skuldbindingar okkar til að bæta lífskjör kvenna og stúlkna.

Jafnréttisbaráttan

fyrir eldri nemendur í grunnskóla

Kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla, vefur fyrir kennara.

Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk.

Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt og því er frjálst að velja og nýta eitt verkefni.

Stök æfing gæti átt heima í námsgreinum eins og samfélagsfræði, sögu, íslensku og stærðfræði. Séu verkefnin tekin saman standa þau sem heilt kynjafræðinámskeið.

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.