By

Kvenréttindafélag Íslands
Konur hafa í gegnum tíðinda átt erfitt uppdráttar á sviði skáldskapar og fræðimennsku. Nú veitum við kvenhöfundum sérstaka athygli fyrir þessi jól. Frábærir höfundar lesa upp fyrir okkur úr verkum sínum, kósí samvera og skemmtilegheit. Þær bækur sem lesið verður upp úr eru: Ból eftir Steinnunni Sigurðardóttur (upplesari tilkynntur síðar)Kynlegt stríð eftir Báru Baldursdóttur –...
Read More
Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, mál nr. 230/2023 í samráðsgátt Kvenréttindafélag Íslands styður þingsályktunartillögu um Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í öllum meginatriðum. Afar brýnt er að samningurinn sé innleiddur í íslensk lög sem fyrst. Félagið fagnar því einnig að tengja...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands ályktar um vopnahlé af mannúðarástæðum á Gasa Stjórn Kvenréttindafélags Íslands krefst tafarlaus vopnahlés af mannúðarástæðum á Gaza og tekur undir ályktun Alþingis um sama efni. Ljóst er að alþjóðalög eru brotin og óbreyttir borgarar greiða með lífi sínu fyrir átök sem þeir eiga engan þátt í. Stjórn Kvenréttindafélagsins bendir á að konur...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands styður að ríkið taki aukin þátt í kostnaði vegna tæknifrjóvgunar en leggst gegn því að fallið verði frá greiðsluþátttöku hins opinbera í ófrjósemisaðgerðum. Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna og lögum um ófrjósemisaðgerðir (greiðsluþátttaka hins opinbera). Kvenréttindafélag Íslands...
Read More
Grein eftir Auði Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað....
Read More
Auður Önnu Magnúsdóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins, var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1907 og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í atvinnulífi, stjórnmálum og fjölmiðlum. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutun styrkja árið 2023. Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megin áherslu á menningar- og menntastyrki til kvenna sem teljast tilheyra eða vinna með minnihlutahópum hérlendis. Umsóknir geta verið bæði fyrir styrki til einstaklinga og hópa. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2023 Með umsókn skulu fylgja upplýsingar...
Read More
Sögulega stór hópur félagasamtaka stóð í síðustu viku saman að neyðarfundi til að ræða þá mannúðarkrísu sem upp er komin með framkvæmd nýrra útlendingalaga sem sviptir hóp fólks allri þjónustu. Samtökin höfðu áður gefið út yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum, öryggi og mannlegri reisn þessa hóps og lýst yfir efasemdum um að...
Read More
Velkomin á pallborð Kvenréttindafélags Íslands og Trans Íslands á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga 2023, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9:45 í Hátíðarsal Iðnó. Í þessu pallborði á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga 2023 verður kafað í hvernig femínísk félög og hinsegin félög geta spornað gegn anti-trans áróðri í sameiningu. Slíkur áróður hefur færst í aukana undanfarin ár víðsvegar um...
Read More
Býrð þú yfir forystuhæfileikum, góðri samskiptahæfni, frumkvæði og hefur áhuga á að leiða jafnréttisstarf á Íslandi? Leitað er að reyndum og drífandi leiðtoga, sem hefur eldmóð og áhuga til að virkja og leiða félaga Kvenréttindafélags Íslands og samfélagið allt í átt að auknu jafnrétti. Kvenréttindafélag Íslands leitar eftir framkvæmdastýru á skrifstofu félagsins að Hallveigarstöðum, Túngötu...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér umsögn um um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Forsætisráðuneytið, mál nr. 110/2023. 21. júlí 2023Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar frumvarpi til laga um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands sem setur á laggirnar sjálfstæða og óháða innlenda mannréttindastofnun til að uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) er...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Í dag höldum við upp á 19. júní, daginn sem konur á Íslandi fengu kosningarétt árið 1915. Það er því við hæfi að við minnumst kvenna sem ruddu fyrir okkur brautina. Mig langar að segja nokkur orð um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda og fyrsta formann Kvenréttindafélags Íslands....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Lady Brewery bjóða í happy hour partý 19. júní kl. 17:00-19:00. Þar skálum við fyrir því að konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 19. júní 1915. Einnig fögnum við útgáfu 19. júni ársrits Kvenréttindafélagsins sem kemur út í ár í 72. skiptið. Gleðistundin á sér stað í bruggsmiðju Lady...
Read More
Um þessar mundir stendur Kvenréttindafélagið í fjáröflunarátaki sem felst í því að í fyrstu er hringt í félagsfólk og því boðið að gerast stuðningsaðilar að starfsemi Kvenréttindafélagsins. Kvenréttindafélagið er yfir hundrað ára gamalt en á þeim tíma hefur félagið komið að og haft áhrif á allar helstu breytingar á Íslandi á sviði jafnréttismála með einum...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram fimmtudaginn 23. mars í Iðnó, og með rafrænum hætti. Ný stjórn var kjörin og var Tatjana Latinovic endurkjörin formaður félagsins. Einnig sendi fundurinn frá sér tvennar ályktanir með hvatningu til stjórnvalda: Kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 hvetur íslensk stjórnvöld og háskólastofnanir til að...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram þann 23. mars kl 16:30 í Iðnó. Á fundinum var eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda samþykkt samhljóða: Kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 hvetur íslensk stjórnvöld og háskólastofnanir til að innleiða kynjafræði sem skyldufag í kennaramenntun og öðru uppeldisnámi á háskólastigi á Íslandi.  Menntun...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram þann 23. mars kl 16:30 í Iðnó. Á fundinum var eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda samþykkt samhljóða: Áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 skorar á íslensk stjórnvöld að sýna femíníska pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum. 153. löggjafarþing 2022-2023, þingskjal 166, 165. mál. Frumvarpið var áður lagt fram á 138., 141., 144., 145. og 146. löggjafarþingi (119.mál) og er lagt fram á 153. löggjafarþingi nær óbreytt. Kvenréttindafélag Íslands...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. 153. löggjafarþing 2022-2023, þskj. 126, 126. mál. Hallveigarstaðir, Reykjavík22. mars 2023 Kvenréttindafélag Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Í tillögunni er dómsmálaráðherra falið að setja...
Read More
Takið daginn frá! Kynjaþing ársins 2023 fer fram þann 13. maí kl 13-17 í Veröld – Húsi Vigdísar! Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til...
Read More
Í vor eru liðin 40 ár frá stofnun Kvennalistans og sérframboðum kvenna til Alþingis. Af því tilefni bjóða Kvennalistakonur til opins kvennaþings laugardaginn 18. mars á Hótel Hilton Nordica kl. 13.00-17.00. Til umræðu er staða kvenna í íslensku þjóðfélagi. Hvað brennur á konum NÚNA. Kveikjur flytja þær Claudia Wilson lögfræðingur og stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands, Finnborg...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar hér með til aðalfundar fimmtudaginn 23. mars kl. 16:30-18:30 í Iðnó, 2.hæð. Tillögur og ályktanir skulu berast í netfang postur@kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 16.mars. Sjá fyrir neðan upplýsingar um skráningu á aðalfund og framboð til trúnaðarstarfa.   Fundarstaður Iðnó og rafrænt á Zoom. Skráning á aðalfund Öll sem hafa áhuga til að...
Read More
Ryðjum brautina: Metum konur af erlendum uppruna að verðleikum. Hádegisfundur þann 8. mars í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Til fundarins bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF. Fundurinn verður haldinn rafrænt kl 12–13:00. Upptaka verður aðgengileg að fundi loknum. Hægt er að sjá frekari...
Read More
Dagana 7.-8. febrúar komu um 1.000 manns saman, sem vinna með eða bera ábyrgð á jafnréttismálum á ýmsan hátt, til að taka þátt í stærstu jafnréttisráðstefnu Svíþjóðar – Forum jämställdhet. Ráðstefnan er árleg, en var síðast haldin í raunheimum árið 2020. Í ár var norrænt þema til þess að halda uppá nærri 10 ár síðan...
Read More
Velkomin í 116 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands í Iðnó, föstudaginn 27. janúar 2023 kl. 12:00. Kvenréttindafélagið heiðrar þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu á Íslandi og á heimsvísu: Esther Guðmundsdóttur fyrir áratuga störf fyrir Kvenréttindafélagið og femínísku hreyfinguna.  Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir áratuga störf fyrir femínísku hreyfinguna og rannsóknir á sögu kvenna...
Read More
Laugardaginn 14.janúar fóru fram andstöðutónleikar við útlendingafrumvarpið á Kex hosteli, skipulagðir af aðgerðarhópnum „Fellum frumvarpið“ þar sem fyrirlesarar voru með fræðslu um skaðsemi frumvarpsins og aðstæður flóttafólks á Íslandi. Tónlistarfólk sem kom fram voru Kusk og Óviti, Eilíf sjálfsfróun, Ateria og Ókindarhjarta. Sara Mansour flutti erindi á einfölduðu máli um lagalegu hlið útlendingafrumvarpsins og þær...
Read More
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti á Kjarvalsstöðum í gær rúmar 47 milljónir króna í heildina til Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Menntasjóðs/Mæðrastyrksnefndar, Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Sigurhæða, Samtaka kvenna af erlendum uppruna og samtakanna Stelpur Rokka. Kristín Ástgeirsdóttir, formaður Menningar og minningarsjóðs kvenna tók á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins. Slík málefni eru alla jafna utan verkefnasviðs matvælaráðuneytisins en...
Read More
Kveðja frá Kvenréttindafélagi Íslands til minningar um Björgu Einarsdóttur (1925-2022) Fallin er frá Björg Einarsdóttir, heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands. Björg stóð í áratugi fremst í flokki þeirra kvenna sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna og var meðal annars ein þeirra sem skipulagði kvennafrídaginn 1975.  Björg var virk í starfi Kvenréttindafélags Íslands frá 1975 og alveg til dauðadags....
Read More
Hefur þú áhuga á að starfa að femínískri nýsköpun í sumar? Kvenréttindafélag Íslands leitar að nemanda á háskólastigi með skemmtilegar hugmyndir að femínísku verkefni eða rannsókn t.d. á sviði kynjafræði, stjórnmálafræði, sagnfræði eða félags- og mannvísinda, til að þróa áfram til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna.  Kvenréttindafélagið velur bestu hugmyndina (hugmyndirnar) og þróar áfram með nemanda...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um almenn hegningarlög (afnám banns við klámi), 153. löggjafarþing 2022–2023. Þingskjal 33 — 33. mál.    Hallveigarstaðir, Reykjavík 6. desember 2022   Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (afnám banns við klámi). Með þessu frumvarpi er lagt...
Read More
Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (bælingarmeðferð), þskj. 45, 45. mál. Hallveigarstaðir, Reykjavík 15. nóvember 2022 Kvenréttindafélag Íslands styður frumvarpið heilshugar í heild sinni og tekur undir greinargerðina sem rekur vel skaðsemi bælingarmeðferða. Jafnframt minnir Kvenréttindafélagið á mikilvægi menntunar í kynja- og jafnréttisfræði, þar...
Read More
Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd). Þingskjal 400 — 382. Mál, Stjórnarfrumvarp.  Hallveigarstöðum, Reykjavík 11. nóvember 2022 Nú liggur enn og aftur fyrir frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016. Frumvarp þessa efnis hefur verið...
Read More
Ræða flutt á Austurvelli fimmtudaginn 3. Nóvember.  Aðfaranótt fimmtudagsins 3. nóvember tóku 41 lögregluþjónn þátt í fjöldabrottvísun flóttafólks til Grikklands. Leigð var vél til þess að flytja samtals 28 manns á brott. 13 fundust ekki en 15 voru handtekin og send á götuna í Grikklandi. Þessar brottvísanir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Jarðvegurinn hefur...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: 3. nóvember 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík   Kvenréttindafélag Íslands fordæmir þær aðgerðir sem fóru fram í nótt við brottflutning flóttafólks úr landi og kallar á tafarlaus viðbrögð frá stjórnvöldum. Stjórnvöld réðust í afdrifamiklar aðgerðir í nótt að senda fólk sem kom hingað í leit að betra lífi úr landi....
Read More
Formaður Kvenréttindafélags Íslands, Tatjana Latinovic, fór í viðtal við Women who change the world, eða Konur sem breyta heiminum, og sagði frá stöðu kvenréttinda og jafnréttis á Íslandi. Hægt er að lesa viðtalið í heild hér: https://www.womenwhochangetheworld.org/post/interview-with-ms-tatjana-latinovic og sjá meira um Women who change the world hér: https://www.womenwhochangetheworld.org/
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um sveigjanlega tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi. 153. löggjafarþing 2022–2023. Þingskjal 215 — 214. mál.    Hallveigarstaðir, Reykjavík 8. febrúar 2022   Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að þingmenn skuli sýna jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði áhuga. Kvenréttindafélagið telur þó þessa tillögu um...
Read More
Dagana 17. – 18. október komu írskar þingkonur til Íslands á vegum Work Equal, samtökum á Írlandi sem aðstoða konur að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Heimsóknin var skipulögð í samvinnu við Kvenréttindafélagið og fylgdi Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, þeim á fundi. Markmið ferðarinnar var að fræðast um árangur Íslands í kjarajafnrétti, fæðingarorlofslöggjöfina og dagvistun...
Read More
Dagana 8. – 9. október fór fram árlegt kvennaþing Kongres Kobiet, sem er stærsta félagshreyfingin í Póllandi. Á hverju ári skipuleggur félagið Kvennaþing með um 4000-5000 þátttakendum frá öllu Póllandi og frá öðrum löndum. Markmiðið með þessum þinginu er að vekja athygli á, skiptast á upplýsingum og bestu reynslu varðandi aktívisma kvenna og vandamál í Póllandi....
Read More
Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, sótti Warsaw Human Dimension Conference 2022, árlega ráðstefnu ÖSE – Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um mannréttindi og lýðræði. Á ráðstefnunni sýndi hún samstöðu með nemendum menntaskóla og þolendum með rauðum varalit, eins og skipuleggjendur mótmæla við MH höfðu kallað eftir.  Á ráðstefnunni las hún upp eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd félagsins:  ...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Stjórnmálafræðideild HÍ og Samtökin ‘78 standa fyrir viðburðinum „Horft út fyrir kynjatvíhyggjuna: hver er staða trans fólks og kvára á Íslandi?“.  Viðburðurinn fer fram föstudaginn 21. október í Odda 202, Háskóla Íslands, kl 11:40 – 13:10. Þar munu Birta Ósk og Birta B. Kjerúlf kynna niðurstöður verkefna sem þau unnu í sumar með...
Read More
Kveðja frá Kvenréttindafélagi Íslands til minningar um Sigríði Th Erlendsdóttur (1930 – 2022) Sigríður Th. Erlendsdóttir vann ómetanlegt stórvirki fyrir Kvenréttindafélagið og kvennasögu á Íslandi þegar hún skrifaði bókina “Veröld sem ég vil“, sem kom út árið 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992, sem og sögu jafnréttisbaráttunnar á 20. öld....
Read More
Undirrituð félagasamtök fordæma fyrirhugaðar endursendingar barna og fjölskyldna þeirra til Grikklands. Íslensk stjórnvöld ættu að taka mál þeirra fyrir og bjóða vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endursendingar barnafjölskyldna á flótta til Grikklands þar sem þær hafa alþjóðlega vernd. Við teljum að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um...
Read More
Sumarið 2022 vann Birta Ósk rannsókn fyrir Kvenréttindafélagið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsókninni var ætlað að skoða stöðu kvára í íslensku samfélagi og ber skýrslan heitið „Að vera kvár á Íslandi: Hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár?“. Hægt er að lesa meira um skýrsluna hér að neðan: Rannsóknin „Að vera kvár á Íslandi“ eftir...
Read More
Sumarið 2021 vann Birna Stefánsdóttir rannsókn fyrir Kvenréttindafélagið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsókninni var ætlað að skoða kynjaða umfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga haustið 2021 og bar skýrslan heitið: „Kynlegar kosningar: Hlutur kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokka og í umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda alþingiskosninga 2021“ Hægt er að lesa meira um skýrsluna hér að neðan: Kynlegar...
Read More
Nú liggur fyrir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga í fimmta sinn á haustþingi Alþingis og mun frumvarpið vera eitt af fyrstu þingmálunum. Hinn 19. maí sl. lýsti mikill meirihluti undirritaðra aðila yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga...
Read More
Þriðjudaginn 13. September mun Kvenréttindafélag Íslands birta skýrslur sem Birta Ósk og Birna Stefánsdóttir, starfsnemar Kvenréttindafélagsin hafa unnið síðustu tvö sumur með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna.  Sumarið 2021 vann Birna skýrsluna “Kynlegar kosningar: Hlutur kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokka og í umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda alþingiskosninga 2021”  Núna í sumar vann Birta Ósk skýrslu um félagslega...
Read More
Fimmtudaginn 4. ágúst stóð Kvenréttindafélag Íslands fyrir viðburðinum „Jafnrétti kynjanna – hvar passa kvár?“ í samstarfi við Hinsegin daga. Þar kynnti Birta Ósk, starfsnemi Kvenréttindafélagsins, rannsókn sína um stöðu kvára á Íslandi sem hún er að vinna með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Einnig stóð hán fyrir vinnustofu þar sem þátttakendum bauðst að taka þátt í...
Read More
Birta Ósk, starfsnemi Kvenréttindafélags Íslands, hefur verið að rannsaka félagslega stöðu kvára á Íslandi og segir mikla þörf á vitundarvakningu um hópinn, sem sé að miklu leyti ósýnilegur. Hán segir að bæði almenningur og stjórnvöld geti gert margt til að sporna við þeim hindrunum sem kvár mæta. Birta Ósk verður með erindi á fimmtudaginn næstkomandi...
Read More
Birta Ósk (hán/hún) er að vinna rannsókn í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Birta mun kynna rannsókn sína um félagslega stöðu kvára á Íslandi á hinsegin dögum núna í ár. Eftir erindi Birtu verður boðið upp á opnar umræður. Aukin vitundarvakning hefur átt sér stað á undanförnum árum um kvár...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, í samvinnu við níu félagasamtök í Evrópu, bíður ungmennum að taka þátt í vinnusmiðju í Ítalíu um hvernig við getum lokað launamismuni kynjanna. Vinnusmiðjan fer fram 9.-15. september í Francavilla al Mare á Ítalíu og býðst tveimur ungmennum frá Íslandi að fara út og taka þátt, þeim að kostnaðarlausu! Önnur lönd sem taka...
Read More
1 2 3 20