Morgunverðarfundur á Hallveigarstöðum þriðjudaginn 9. apríl

kvennaathvarf - logoOfbeldi í nánum samböndum

Aðkoma stjórnvalda – hverjar eru áætlanir stjórnmálaframboða? 

Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 8.30-10.30

 Samtök um kvennaathvarf bjóða til morgunverðarfundar með fulltrúum þeirra stjórnmálahreyfinga sem bjóða fram til Alþingis 2013.

Rædd verður afstaða frambjóðenda til sértækra aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi, réttarbóta til handa þolendum ofbeldis í nánum samböndum,  sértækrar aðstoðar við börn sem verða vitni að ofbeldi og til fjárframlaga til Kvennaathvarfsins.

Í lok fundar verður athöfn sem markar lok uppboðs sem Kvennaathvarfið stendur fyrir dagana 3.-8. apríl í  samvinnu við bland.is og nokkra af vinsælustu hönnuðum landsins.

Samtök um kvennaathvarf hvetja alla sem áhuga hafa á baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum og stuðning við brotaþola til að mæta á fundinn og kynna sér afstöðu framboðanna.

Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar. Allir velkomnir!