Saga kvenna í 100 ár: Farandsýning Kvenréttindafélagsins í Snorrastofu í Reykholti

Kvenréttindafélag Íslands leggur land undir fót árið 2015.

Farandsýning um sögu kvennabaráttunnar á Íslandi fer hringinn í kringum landið, og er fyrsti áningastaður Borgarfjörður, í Snorrastofu í Reykholti.

Í tilefni af opnun sýningarinnar verður haldin kvölddagskrá í Bókhlöðu Snorrastofu þriðjudaginn 20. janúar kl. 20:30. Aðgangur er 500 krónur, og í boði eru kaffiveitingar.

Dagskrá:

  • Aðalheiður Guðmundsdóttir. Skjaldmeyjar og sköss: Um konur í karlaveldi fornaldarsagna Norðurlanda
  • Helga Kress. „…og var hinn mesti kvenskörungur“: borgfirskar konur í íslenskri sagnahefð
  • Ávörp flytja Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar og Steinunn Stefánsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands.