200 manns mættu á Austurvöll 3. október 2016 og mótmæltu áformum pólskra yfirvalda að banna þungunarrof þar í landi. Konur út um allan heim stóðu fyrir mótmælafundum þennan dag, og í Póllandi lögðu tugþúsundir kvenna niður vinnu og söfnuðust saman í borgum og bæjum. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ávarpaði fundinn á Austurvelli og flutti stuðningskveðjur.

[envira-gallery id="9851"]

Halló! Dzień dobry!

Ég heiti Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og starfa sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.

My name is Brynhildur Heiðar- and Ómarsdóttir and I work for the Icelandic Women‘s Rights Association.

Við í Kvenréttindafélaginu höfum barist fyrir réttindum kvenna í rúmlega hundrað ár. Algjör grundvöllur kvenréttinda og jafnrétti kynjanna er sá að konur hafi yfirráð yfir eigin líkama, að konur hafi vald til að stjórna eigin lífi eins og þeim hentar best, að eignast börn þegar þeim hentar, að rjúfa þungun þegar þeim hentar. Kynfrelsi kvenna er því ein af grundvallarkröfum okkar allra sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna, grundvallarkröfum okkar allra sem berjumst fyrir mannréttindum og betra samfélagi.

The foundation of women‘s rights and gender equality is that women have autonomy, that women have control over their own bodies and over their own lives, that women can choose when or whether to have children, can choose to have an abortion. Sexual and reproductive rights is the fundamental demand of all of us who fight for women‘s rights, for equal rights, and for human rights.

Við stöndum nú frammi fyrir því að yfirvöld út um allan heim, líka í Evrópu, vinna skipulega og staðfastlega gegn þessum grundvallarmannréttindum kvenna, að stjórna eigin líkama. Yfirvöld út um allan heim hafa sett lög sem takmarka aðgang kvenna að læknisþjónustu, lög sem takmarka yfirráð kvenna yfir eigin líkama.

Nú liggur fyrir frumvarp til laga í pólska þinginu að bannað verði með öllu að rjúfa þungun. Réttur kvenna til þungunarrofs er nú þegar skertur í Póllandi, aðeins brot af þeim konum sem vilja eða þurfa rjúfa þungun í Póllandi geta nú farið í þungunarrof. En frumvarpið sem liggur fyrir pólska þinginu gengur enn lengra. Ef lögin verða samþykkt, þá verður ólöglegt að rjúfa þungun í Póllandi ef lífi kvenna er ekki stefnt í hættu.

Er fóstrið alvarlega vanskapað og jafnvel ekki hugað líf eftir fæðingu? Skiptir ekki máli!

Er þungunin af völdum nauðgunar? Skiptir ekki máli!

Er heilsu kvenna stefnt í hættu? Skiptir engu máli!

Í dag leggja konur út um allt Pólland niður vinnu til að mótmæla þessum grundvallarmannréttindabrotum. Við stöndum hér í dag á Austurvelli til að styðja systur okkar í Póllandi, til að senda skýr skilaboð til pólskra stjórnvalda að þessar fyrirætlanir eru óásættanlegar. Þessar fyrirætlanir eru brot á mannréttindum. Þessar fyrirætlanir koma í veg fyrir frekari þróun Póllands sem öflugt lýðræðisríki í Evrópu.

I just came from Warsaw last week. This was my first visit to Poland. I came away impressed by the sheer energy and vitality of the city, the tall hyper-modern skyscrapers that complement the medieval and early modern buildings of the city center. And I was blown away by the energy of the people of Poland, the women of Poland. I asked every woman I met if they would be participating in the protest today, and all of them, without exception, said that they would.

I have heard that the idea for the women‘s strike came from Iceland, from the demonstrations women organized in 1975, and again in 2005 and 2010. We are happy that the energy and history of the women‘s movement in Iceland has helped the women‘s movement in Poland.

And I am looking towards the future, when the energy of the women‘s movement in Poland supports the women‘s movement in Iceland. Women of Polish background make up one of the largest immigrant groups in iceland, perhaps even the largest group. We are looking to you to help us create a better society and a better future for Iceland.

We need your experience, your knowledge, your stories and your passion, as we continue our work to ensure women‘s rights and gender equality in Iceland. Please, come and join our work in the Icelandic Women‘s Rights Association, in Stígamót, in Kvennaathvarfið, and in all the various women‘s rights groups here in Iceland. Our work is incomplete without your voices!

And rest assured that we, the women of Iceland and the women‘s movement of Iceland, stand with you as you fight for women‘s rights and women‘s control over their own bodies and lives in Poland.

Jesteśmy z Wami

Við stöndum með ykkur!