Langar þig að bjóða þig fram til Alþingis eða kynnast íslenskum stjórnmálum? Viltu kynnast öðrum konum af erlendum uppruna sem hafa áhuga á stjórnmálum?
Vertu velkomin á námskeið Kvenréttindafélags Íslands fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál og pólitískt starf. Ókeypis skráning hér: https://kvenrettindafelag.is/politik
Á námskeiðinu verður farið yfir starf og stefnumál helstu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka, farið yfir „óskrifaðar reglur“ stjórnmálanna, framsaga og ræðuhöld kennd og unnið að tengslamyndun þátttakenda. Í lok námskeiðsins gengur þú út með áætlun um hvernig þú getur breytt samfélaginu!
Námskeiðið tekur 7 vikur og kennt er á mánudagskvöldum.
Þátttökugjald er EKKERT.
2. október 2017
Kynning
9. október 2017
Pólitík í víðari skilningi. Hvar er hægt að bjóða sig fram og hafa áhrif, t.d. í félagsstarfi, stéttarfélögum, hverfastarfi, o.s.frv.
16. október 2017
Heimsókn frá stjórnmálaflokkum I. Kynning á stærstu flokkum landsins og flokkastarfi
23. október 2017
Heimsókn frá stjórnmálaflokkum II. Kynning á stærstu flokkum landsins og flokkastarfi
30. október 2017
Framsaga, ræðuhöld og sjálfsstyrking
6. nóvember 2017
Rætt við konur af erlendum uppruna sem hafa tekið þátt í pólitík
13. nóvember 2017
Lokakvöld. Þátttakendur ræða framtíðaráform sín.
Kennt er á íslensku, en hægt er að taka þátt í umræðum á ensku.
Tímabil: 2. október til 13. nóvember 2017
Staður og tími: Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík, mánudaga kl. 19:00–21:00.
Umsjón: Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi
Athugið, hjólastólalyfta er í húsinu sem tekur 225 kg.
Skráðu þig: https://kvenrettindafelag.is/politik
Námskeiðið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála
One Comment
Comments are closed.
[…] Chimamanda Ngozi Adichie sem félagið gefur til allra fyrsta árs nema á framhaldsskólastigi, námskeiði í stjórnmálaþátttöku fyrir konum að erlendum uppruna, að skipulagningu kynjaþings í mars 2018, að skipulagningu […]