5. mars 2018
Hallveigarstöðum, Reykjavík

Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um starfsemi lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að lífeyrissjóðir skuli setja sér stefnu er nái til fjárfestinga sjóðanna.

Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir almennri ánægju með frumvarpið og tekur undir með greinargerð flutningsmanna að með þessu frumvarpi sé verið að hnykkja á samfélagslegu hlutverki lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í samfélaginu, og að í raun ætti þessi stefna að vera sjálfsögð og eðlileg. Kvenréttindafélag Íslands hvetur til þess að frumvarpið nái fram að ganga.