+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Íslenskar jafnréttislausnir kynntar í Japan

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, hélt erindi um íslenskar lausnir í jafnréttismálum þann 16. október á Asahi World Forum 2019, í Tókýó, Japan.

Erindi hennar bar yfirskriftina „Women’s Strikes and Feminist Bureaucracy; and Other Tales from the North“. Í erindinu lagði Brynhildur áherslu á að lýðræði og sjálfbær framtíð væri óhugsandi án kvenréttinda.

Azusa Mishima, blaðamaður við Asahi Shimbun dagblaðið stýrði svo umræðum eftir erindið þar sem farið var nánar út í hvaða lausnir hafa virkað til auka jafnrétti á Íslandi, en Japan á langt í land í þeim málaflokki, og er aðeins í 110 sæti á Global Gender Gap Index, lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum.

 

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.