Stafrænt ofbeldi

Online Violence Against Women in the Nordic Countries

Kvenréttindafélagið hefur unnið samnorræna rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum, með áherslu á upplifun þolenda að réttlæti, í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og KUN – Senter for kunnskap og likestilling í Noregi.

Rannsóknin var framkvæmd í þremur löndum, Íslandi, Noregi og Danmörku, og var markmið hennar að rannsaka mismunandi birtingarmyndir stafræns ofbeldis í þessum þremur löndum og hvernig þolendur upplifa leitina að réttlæti vegna þessa ofbeldis. Rannsóknin kortleggur þær leiðir sem þolendur stafræns ofbeldis hafa farið til að leita réttar síns og markmið hennar er að skrásetja hvað virkar vel í því ferli og hvað betur má fara. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við þolendur stafræns ofbeldis, við fulltrúa lögreglunnar sem hafa unnið að rannsókn mála tengdum stafrænu ofbeldi, og við fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem hafa aðstoðað þolendur við að leita lagalegs réttar síns.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í skýrslunni Online Violence Against Women in the Nordic Countries og eru höfundar hennar Ásta Jóhannsdóttir, Mari Helenedatter Aarbakke og Randi Theil Nielsen.

Einnig er hægt að hlaða niður í skýrslunni í útgáfu sem hentar vel til prents í skrifstofuprentaranum.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið settar upp í bækling, sem til er í tveimur útgáfum (vefútgáfu og til prents) og fjórum tungumálum (dönsku, íslensku, norsku og ensku).

Hlaða niður bækling:

Rannsóknin var af styrkt var af Jafnréttissjóði Norrænu ráðherranefndarinnar, Jafnréttissjóði Íslands og velferðarráðuneytinu.

Stöðvum hrelliklám: Löggjöf og umræða

Árið 2015 lét Kvenréttindafélag Íslands vinna rannsókn á viðhorfum ungs fólks til hrellikláms og samanburðurðarrannsókn á lagasetningum ýmissa landa gegn hrelliklámi sumarið 2015. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir var höfundur rannsóknarinnar, og hægt er að lesa skýrslu hennar, Stöðvum hrelliklám: Löggjöf og umræða, á netinu.

STODVUM HRELLIKLAM KAPA A4-page-001

Rannís, Mannréttindaráð Reykjavíkur, HlaðvarpinnNIKK og velferðarráðuneytið styrktu þetta verkefni.