Fólkið

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands

Formaður: Fríða Rós Valdimarsdóttir

Aðrar í stjórn eru:
Dagný Ósk Aradóttir Pind
Helga Dögg Björgvinsdóttir
Hildur Helga Gísladóttir
Hugrún R. Hjaltadóttir (gekk úr stjórn frá og með 1. janúar 2018)
Steinunn Stefánsdóttir
Tatjana Latinovic

Varastjórn skipa:
Ellen Calmon
Eyrún Eyþórsdóttir
Snæfríður Ólafsdóttir

Stjórn var kosin á aðalfundi 31. maí 2017

Skrifstofa

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra
Ásta Jóhannsdóttir, verkefnastýra
Sesselja María Mortensen, starfsnemi

Fulltrúar Kvenréttindafélagsins í nefndum og ráðum

Stjórn Hallveigarstaða Formaður og varaformaður

Jafnréttisráð Fríða Rós Valdimarsdóttir

International Alliance of Women (IAW) stjórn og varastjórn

Feministiskt Nätverk Norden stjórn og varastjórn

Mannréttindaskrifstofa Íslands Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Mæðrastyrksnefnd Lára Axelsdóttir

Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir Fríða Rós Valdimarsdóttir

Landvernd Steinunn Stefánsdóttir

Skotturnar – félag um 24. október Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Almannaheill Kvenréttindafélag Íslands er aðili að Almannaheill – Regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka og séreignarstofnana í almannaþágu.

Menningar- og minningarsjóður kvenna Menningar- og minningarsjóður var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með því að börn hennar gáfu dánargjöf frá móður þeirra en hugmyndina að stofnun sjóðsins hafði Bríet átt. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári.

Auk styrkveitinganna er annar þáttur í starfi MMK og ekki ómerkur, að varðveita frá gleymsku minningu mætra kvenna og karla. Alkunna er að konur er vart að finna í uppsláttarbókum fyrr en þá frá allra síðustu árum. Af þessum sökum eru allar upplýsingar um konur afar kærkomnar. Sjóðurinn hefur gefið út æviminningarbækur alls fimm bindi. Fyrsti formaður sjóðsins við stofnun 1941 var Laufey Valdimarsdóttir.

Núverandi formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna er Hugrún R. Hjaltadóttir, sem einnig er fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands.

Aðrar í stjórn MMK eru: Edythe Mangindin, Kolbrún Garðarsdóttir, Magnea Þ. Ingvarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir.

Varamenn eru: Ásbjörg Una Björnsdóttir, Ásta Jóhannsdóttir, Halldóra Traustadóttir og Helga Dögg Björgvinsdóttir (fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir.

Nefndir og hópar sem áður störfuðu innan vébanda KRFÍ

Framkvæmdanefnd um Kvennaár 2005 Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir.

Söguritunarsjóður Söguritunarsjóður stóð fyrir útgáfu bókarinnar “ Veröld sem ég vil“ sem að Sigríður Th. Erlendsdóttir ritaði og Björg Einarsdóttir safnaði myndum í.

Í stjórn Söguritunarsjóðs voru:
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Esther Guðmundsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Berglind Ásgeirsdóttir, Áslaug Ottesen

Kortahópur KRFÍ Starfaði í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 1994 og upp úr því starfi fór hópurinn í kortaútgáfu og gaf m.a. út póstkort sem að til sölu eru á skrifstofunni og fleiri stöðum.

Í kortahópnum voru:
Ása María Björnsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Fanný Jónmundsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Stefanía Traustadóttir, Þórunn Gestsdóttir

Leshópur Yngri leshringurinn var stofnaður af áhugasömum konum í Kvenréttindafélagi Íslands um síðustu aldarmót. Leshringurinn hittist reglulega á ýmsum kaffihúsum borgarinnar u.þ.b. einu sinni í mánuði. Öðru hvoru er brugðið út af venjunni og hist heima hjá hver annarri eða fenginn gestur. Lesefni er valið í sameiningu sem að síðan var rætt um á næstu fundum á eftir. Þá fer leshringurinn einnig í leikhús og á námskeið.

Leshringur KRFÍ,  yngri Kristín Þóra Harðardóttir formaður
Leshringur KRFÍ, eldri Sigrún Þorvarðardóttir formaður


Félagaskráning - Popp