Í dag, 24. janúar, eru liðin 100 ár síðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fjórar konur skipuðu Kvennalistann sem bauð fram í kosningunum þennan dag árið 1908 og náðu þær allar kjöri. Þar á meðal var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fyrsti formaður og stofnandi Kvenréttindafélags Íslands. Að þessu tilefni verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag er nefnist Konur í borgarstjórn 1908-2008 og mun hún standa til 3. febrúar nk.